Berjamór | Fiskmarkaðurinn

Fiskmarkaðurinn X Berjamór náttúruvín

Fiskmarkaðurinn og Berjamór ætla snúa bökum saman þessa daga 1 – 10 október þar sem hágæða matreiðsla verður pöruð með hreinum óspilltum náttúruvínum. Bragðlaukarnir þínir munu þakka þér fyrir að mæta. 

Við munum bjóða upp á frábært úrval af náttúruvíni frá Berjamór, bæði á flöskum og einnig  vínpörun með matseðlinum. Herlegheitin eru á 7.900.- kr maturinn og 8.900.- kr vínpörun með. 

Einnig munu þeir Dóri og Ben frá Berjamór vera á staðnum fimmtudaginn 1. og 8 október til að svara öllum spurningum sem gætu kviknað um náttúruvín. 

5 rétta matseðill að hætti Fiskmarkaðsins 

Sashimi á klaka besti bitinn af laxi, túnfisk, hörpuskel, bleikju og sætri rækju, skorinn í fullkomna sashimi bita

Smokkfiskur tempura smokkfiskur í tempuradeigi, borinn fram með sítrusmæjónesi og stökkum sölvum

Opin maki rúlla með stökku nori, volgum sushi grjónum og krydduðum laxatartar á toppnum

VAL Á MILLI:

Nauta ribeye með stökkum smælkikartöflum og reyktri chili bernaise

eða

Léttsaltaður þorskur (h) kryddaður með lime salti, borinn fram með sætu sellerísalati

Úrvalsblandið

Úrval eftirrétta, fyrir allt borðið til að deila 7.900.- á mann 

Berjamór ehf flytur inn léttvín sem eru keypt milliliðalaust af smáum framleiðendum. Þau eiga það sameiginlegt að vera lífræn, náttúruleg og lítið meðhöndluð.