Jónas 2009 - jonas.is

Fiskmarkađurinn er beztur

Fiskmarkađurinn í Ísafoldarhúsinu í Ađalstrćti er orđinn bezta veitingahús landsins, betri en Friđrik V á Akureyri. Var ţar í hádeginu í gćr og fékk átta rétta syrpu fyrir 3.900 krónur á mann. Flestir réttirnir voru frábćrir og allir góđir nema einn, skötuselur í blađdeigi. Stađurinn byggist jöfnum höndum á ný-franskri og ný-japanskri matreiđslu. Frábćrt dćmi um blandstíl, fusion. Ég tek slíkan mat fram yfir ný-franskan eđa ný-norrćnan mat. Hann er frískandi og óvenjulegur í senn, kemur mér sífellt á óvart. Beztu kaup í hádegi eru fjórtán stykki af sushi og sashimi á 1.400 krónur, frábćrt verđ.

Sem lengi hefur vantađ

Fiskmarkađurinn í Ísafoldarhúsinu í Ađalstrćti býđur ekki bara frábćran mat, heldur líka glćsilegan stíl. Stađurinn hefur slegiđ í gegn í hádeginu, ţegar fjörlegur brasserí-stíll rćđur ríkjum í ţjónustu og hrađa. Brasserí verđur til, ţar sem vertinn býr til réttar ađstćđur, sem gestir kunna vel ađ meta. Ţađ eru gestirnir, sem gera stađ ađ brasserí. Í gćr var Bjarni Benediktsson flokksformađur og Vilhjálmur Ţorsteinsson nýsköpunarmađur hvor viđ sitt borđ međ erlendum gestum. Góđir ţjónar voru á ţönum fyrir fullu húsi, glađvćrđ ríkti viđ flest borđ. Einmitt matstađur, sem lengi hefur vantađ á Íslandi.

Skötuselur í blađdeigi

Mér láđist ađ útskýra í morgun, hvers vegna mér líkađi ekki viđ skötusel í uppvafinni blađdeigsrúllu í Fiskmarkađinum. Matreiđsla af ţví tagi er gamal-frönsk, ćttuđ frá Caréme. Ţá veltu menn ekki fyrir sér, hversu langa eldun fiskur ţolir. Né heldur, hvort eldamennskan varđveitir hráefnisbragđ. Menn ţjösnuđust bara á matnum međ hugvitsamlegum hćtti međ sem mestri fyrirhöfn. Ţá var nóg til af kokkum í ađalshöllum. Nú til dags hentar flókin matreiđsla ekki. Hún er andsnúin léttri og nćrfćrinni og nútímalegri eldun ađ japönskum hćtti. Sem annars er yfirleitt stunduđ á ţessu landsins bezta veitingahúsi.